Stéttaskiptingin á Íslandi varð flókin við hrunið. Mikið af undirstéttinni hafði ekki steypt sér í skuldir og missti ekki vinnu og býr við þolanlegar aðstæður. Lítill hluti hennar trompaðist af gýli banka og steypti sér í skuldir, sem frá upphafi voru vonlausar. Miðstéttin skiptist á svipaðan hátt. Margir trompuðust, fengu sér raðhús og upphækkaðan jeppa, vöndu sig á reglubundnar utanferðir. Fráleitt er samt að halda fram, að miðstéttin hafi verið eyðilögð í hruninu. Mikill meirihluti er enn við góða fjárhagsheilsu. En minnihluti hennar er orðinn hávær uppistaða í taumlausri tunnu-frekju.