Píratar hafa í fjölda kosninga ákveðið stefnu í tæplega hundrað málum, nokkrir tugir eru langt komin. Verður flott stefna í haust, þegar slagurinn hefst. Enn halda þó margir, að píratar hafi enga stefnu. Það er vesen að finna stefnumál. Eiga að vera strax flokkuð og hlekkjuð við vefsíðu pírata. Og sleppa bókstafs-ritúali, sem er upphaf stefnumála. „Með tilvísun til Grunnstefnu pírata: 1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.“ Þarf alltaf að tóna trúarjátninguna? Og síðan þetta: „Með hliðsjón af Stefnu Pírata um bla-bla-bla, gr. 5.“ Minnir á ritningu dagsins, t.d. Opinberun Jóhannesar, 1. kapítula, 8. vers. Á þeim stað hætta flestir að lesa. Þarf að stæla pokapresta?