Flott er að breyta ógiltum fulltrúum stjórnlagaþings í stjórnlagaráð, sem geri það sama og þingið átti að gera. Enginn telur þessa fulltrúa hafa haft rangt við í kosningunni. Um leið er þetta gott kjaftshögg á Hæstarétt, sem á það fyllilega skilið. Stjórnlagaráðið getur lagt til, að tillögur þess verði settar beint í þjóðaratkvæði. Ef Alþingi tregðast við, kemur fram bænarskrá á vefnum, þar sem áttatíuþúsund manns styðja þjóðaratkvæði. Í bænarskránni verða varnaglar gegn margbókunum og fölsunum. Alþingi verður þá að samþykkja þjóðaratkvæði og getur ekki hafnað niðurstöðu þess. Fáum fína stjórnarskrá.