Flóttafólk á heimleið

Punktar

Brottfluttir Íslendingar fóru að streyma til landsins í haust. Til landsins fluttust þá 630 fleiri en fluttust til útlanda. Atvinnuleysi hefur minnkað á þessum tíma og er komið niður í jafnvægistölur neðan við 6%. Enda sjáum við á atvinnuauglýsingum, að mikill skortur er á fólki til ýmissa starfa. Eins og venjulega standast framboð og eftirspurn ekki á, menntað fólk á fleiri og betri kosti en ómenntaðir. Atvinnulífið er komið í fullan snúning án þess að það hafi kostað mikla fjárfestingu. Ekkert lát er á þenslu í ferðaþjónustu. Spurning er, hvort rétt sé að færa Reykjanesskaga úr orkugeira í ferðageira.