Frá Kjóavöllum í Kópavogi um Flóttamannaveg til Sörlastaða í Hafnarfirði.
Vinsæl leið hestamanna á Reykjavíkursvæðinu. Hringurinn um Flóttamannaveg, Gjáréttarveg og vestan við Elliðavatn er 25 kílómetrar.
Förum vestur frá Kjóavöllum, fyrst sunnan Vatnsendavegar og síðan norðan hans. Förum með veginum fyrir norðan Vífilsstaðavatn og áfram reiðslóð meðfram Flóttamannavegi og síðan suður með Kaldárselsvegi til Sörlastaða í Hafnarfirði.
9,4 km
Reykjavík-Reykjanes
Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH