Flótti víða brostinn á

Punktar

Margir flýja Sjálfstæðisflokkinn þessa dagana. Flýja Moggann, kvótagreifana, fjárglæfra-formanninn og málþófsmenn hans, ályktanir landsfundar að hætti ameríska teboðsins. Skrítið samt, að flóttaliðið þorir varla að fara lengra en yfir í Framsókn. Hafa um margt annað að velja, svo sem Hægri græna og Samfylkinguna undir formennsku frambjóðanda Flokksins. Ég get hins vegar vel skilið, að kratar í Samfylkingunni flýi í mótmælaskyni undan Árna Páli Árnasyni yfir í Bjarta framtíð. Get líka skilið, að fólk flýi vinstri græna yfir í vinstri smáflokka. Í Dögun, Pírata eða jafnvel enn nýrri framboð þar.