Fréttamenn á hernámssvæði Breta í Írak eru sammála um, að fyrir löngu hafi brezki herinn gefizt upp á að reyna að stjórna og hafi látið það eftir vopnuðum sveitum trúaðra heimamanna. Það er mjög í stíl Tony Blair og róttækra spunakerlinga hans að lýsa þessu þannig, að svo mikill árangur hafi náðst í hernáminu, að nú sé óhætt að afhenda heimamönnum völdin. Brezki herinn hafði aldrei þessi völd og er núna að undirbúa flóttann. Að hætti spurnakerlinga heitir flóttinn að þessu sinni velgengni og sigur.