Ráðherrann Össur Skarphéðinsson fór allur að iða, þegar heimsókn Dalai Lama nálgaðist. Össur vildi ekki eiga á hættu að hitta Dalai á rúntinum. Ráðherrann er nefnilega andvígur honum, þótt stjórnarandstæðingurinn Össur sé stuðningskaður hans. “Hvert get ég flúið”, spurði Össur í ráðuneytinu. “Farðu til Möltu, þar eru fatlaðra manna leikar eða eitthvað”, var svarað. “En þú verður að hitta Tonio og tala um Evrópu”. Össur fór til Möltu, hitti Tonio. Á myndinni af þeim var Össur eins og dreginn upp úr götunni, með hálsbindið skakkt og skælt. “Ísland leitar ráða”, var myndatextinn á Möltu.