Flottur leki á samkomulagi

Punktar

Nýja samkomulaginu um IceSave hefur verið lekið á netið. Það er flott. Svona á fréttaflutningur af stjórnsýslu að vera. Raunar er fráleitt, að mikilvægu plaggi sé haldið leyndu meðan fólk þarf einmitt að kynna sér málið. Hvað eftir annað sýnir ríkisstjórnin, að hún skilur ekki gegnsæja stjórnsýslu, þótt hún þykist styðja hana. Líklega er hún að tryggja sér forskot í spuna. Það er einmitt hugarfar, sem við þurfum að losna við. Stjórnarandstaðan er svo sem ekkert skárri. Fjórflokkurinn allur er krumpaður eins og hann leggur sig. En nú eru frumgögnin komin á netið og jafnræði í aðgangi að heimildum.