Sæstrengurinn milli Írlands, Íslands og Bandaríkjanna er fagnaðarefni. Hann á að vera tilbúinn til notkunar eftir ár. Hefur margfalda flutningsgetu og hraða á við fyrri sæstrengi. Mikilvægast er, að hann eflir, treystir og hraðar sambandinu vestur um haf. Eftir ár má því búast við, að Ísland verði komið í góða stöðu til að fá til sín netþjónabú. Þau þurfa hagstætt verð á rafmagni og mikinn kulda til að spara kælingu. Netþjónabú eru svo sem ekki lausn alls vanda, ekki fremur en stóriðja. En þau veita tekjur og atvinnu á miklu lægri tilkostnaði Íslands en stóriðjan, sem fyrir er í landinu.