Flúðaræktað Grundarsalat

Veitingar

Kaffi Grund er andspænis Hótel Flúðum, ódýrari gistikostur, 17.000 krónur á nóttina. Enda eru herbergin fimm án baðs, en snyrtingar eru tvær. Allt er hér hreint og snyrtilegt, en meira máli skipti þráðlaust netsamband ókeypis. Sem kostar þó handan götunnar. Þar er matur dýrari og betri, en samt ágætur hér, einkum Grundar-salatið, sem allt er úr hráefnum frá Flúðum. Hljóðbært er milli herbergja, en samt friðsælt á kvöldin, því að gestir sýndust mér flestir vera á þroskuðum aldri. Morgunmatur var innifalinn, kontínental á bakka, ekki hlaðborð. Ég hefði kosið hafragraut eða kaldar hafraflögur.