Ásmundur Einar Daðason þingmaður hefur ekki beðið fórnardýrin afsökunar á að hafa ælt yfir þau í flugvél. Flugdólgurinn segist hafa verið veikur og „ælt á alla“, en leggur ríka áherzlu á að hafa ekki verið fullur. Honum finnst verra að vera sagður fullur en vera sagður hafa ælt á alla. Skrítin forgangsröðun á siðareglum. Vitni um borð segja hann þó hafa verið dauðadrukkinn. Ýmsir tóku að sér að ljúga þingmanninn úr vanda, einkum þingmennirnir Vilhjálmur Bjarnason og Þórunn Egilsdóttir, sem sagði flugdólginn liggja fárveikan. Í þann mund mætti sá galvaskur á þingfund, ekki sjáanlega veikur. Stundum er betra að segja satt.