Þrátt fyrir stöðnun í efnahagslífi Vesturlanda og aukinn ótta við hryðjuverk gengur vel að selja flug á vefnum. 15% bandarískra farseðla eru seld á vefnum og 5% evrópskra. Þessar tölur fara ört vaxandi. Helztu seljendur af því tagi hafa verið Travelocity, Expedia og Orbitz. Eric Pfanner segir frá þessu í International Herald Tribune. Sjálfur hef ég notað Travelocity og gengið vel. Gallinn við vefsöluna er, að seljendur nota upplýsingar úr Sabre og Amadeus og hafa því ekki nógu góðar upplýsingar um lággjaldaflugfélög.