Tómt mál er að tala um samkomulag allra um nýja stjórnarskrá. Bófaflokkarnir hafna stjórnarskrá fólksins. Óttast, að hún hindri yfirtöku kvótagreifanna á auðlindum sjávar. Framhjá þeirri staðreynd verður aðeins komizt með að útvatna ákvæðin um þjóðareign auðlinda. Þetta er ekkert flókið mál. Búið er að ræða það út og suður í nefndum alþingis og setja í gang ferli, sem varð svo frábært, að allt Stjórnlagaráð varð einróma um skrána. Meginlínur hennar voru staðfestar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hjal svikara um samstöðu við bófaflokka er flugusuð í ljósi samstöðu þjóðarinnar. Nauðsynlegt verður að valta yfir báða bófaflokkana.