Flugvallar-klofningur Framsóknar

Punktar

Framsókn vill ekki láta kosningarnar snúast um landsmál á borð við stjórnarskrá eða kvótauppboð. Ekki heldur um endurreisn heilsustofna eða svikin loforð ríkisstjórnarinnar. Betra sé að láta þær snúast um að ota landsbyggð gegn Reykjavík. Framsókn tönnlast á vonzku Dags B. Eggertssonar í garð sjúklinga af landsbyggðinni. Það gafst svo vel síðast. Fattaði ekki, að hefjast mundi stríð um, hver væri mestur „flugvallarvinur“ í Framsókn. Höskuldur Þórhallsson hjólar í Sigmund Davíð fyrir að hafa svikið í þessu sáluhjálparmáli. Og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hjólar í Höskuld. Litli bófaflokkurinn getur klofnað.