Flugvöllur er illskárri

Punktar

Af tvennu illu í Vatnsmýri, tek ég flugvöll fram yfir miðborgarbyggð. Hér verður aldrei byggð nein París. Vilji fólk búa innan borgarmúra, er léttara að byggja þétt í Geldinganesi og láta annað í friði. Mér er ókleift að sjá, að þétt Evrópubyggð sé betri en dreifð Ameríkubyggð. Að vísu er auðveldara að reka strætó í þéttri byggð, en aðrir kostir koma á móti. Mjög notalegt er að búa á jarðhæð í garði í aðeins fimm mínútna fjarlægð frá Lækjartorgi. Sá sparar sér sumarbústað og hann kemst í latte, fiskbúð og bakarí. Ég held, að skipulagsfræðingar mikli fyrir sér nauðsyn þess, að þéttbýli sé afar þétt.