Föðurbetrungur

Punktar

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur losað sig við vini föðurins. Síðastur til að fjúka var Brent Scowcroft, formaður leyniþjónusturáðsins og einn bezti vinur Bush eldra. Í Guardian (www.guardian.co.uk) segir Sidney Blumenthal, að Scowcroft hafi ekki verið fyrirgefið að segja forsetanum fyrir nokkru, að stríðið gegn Írak sé misráðið. Scowcroft tók þátt í að skrifa ævisögu Bush eldra, sem kom út 1998. Þar kom fram, að faðirinn vildi ekki ljúka stríðinu við Persaflóa með innrás í Írak, því að þá þyrftu Bandaríkin að hernema óvinveitt land. Sem hefur einmitt komið á daginn.