Fokka upp þjóðfélaginu

Punktar

Atvinnurekendur hafa lýst stríði á hendur láglaunafólki. Hækka yfirstéttirnar um 33%, en neita láglaunafólki um meira en 3,3%. Samt er arður Granda margfalt meiri en kostnaðurinn væri við samþykkt kröfugerðar. Grandi er blaut tuska í andlit láglaunafólks. Atvinnurekendur eru að fokka upp þjóðfélaginu í græðgi sinni. Undir niðri í samfélaginu kraumar krafan um byltingu. Að einn góðan veðurdag verði velt um borðum víxlaranna í musterinu. Um leið verði velt um borðum verkalýðsrekendanna, sem taka hagsmuni braskara lífeyrissjóða fram yfir hagsmuni félagsmanna. Rangt er gefið í spilinu og mælirinn er orðinn fullur.