Komið er í ljós, að ráðamenn Eirar reyndu að halda áfram að brenna peninga gamlingja. Að eyða ævisparnaði þeirra í skjóli lyga um ágæta stöðu Eirar. Stjórnendur voru “fokkings snillingar” að hætti Sjálfstæðisflokksins og gæludýra hans. Gamli, góði Villi fer í snillinga-söguna við hlið formanns flokksins, margra þingmanna hans og bæjarstjóra Reykjaness. Þessi tegund pólitíkusa í frjálshyggju er eins og sú tegund gæludýra, sem velti bönkum landsins og Seðlabankanum. Rekstrarvit og ábyrgðartilfinning finnst ekki á þessum bæjum. Engir fara eins illa með annarra manna fé og sjálfstæðismenn.