Vitleysa fer oft í gang í pólitík, þegar spunakarlar koma saman. Hanna Birna ráðherra og spunakarlarnir Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhjálmsdóttir hugðust stjórna almenningsáliti með spuna. Settu í því skyni af stað róg um aumingja frá Afríku. Hefði gengið í gamla daga, en nú er kominn önnur tíð. Hanna Birna lenti í hremmingum og er illa löskuð. Sett var í gang annað stig vitleysunnar með krísustjórn. Þríeykið reyndi í gær að stýra krísunni. Hvorki er hægt að stýra fólki með spuna eða krísustjórn. Eina, sem dugir, er að reyna engu að stýra, koma bara hreint fram. Slíkt dettur fólum aldrei í hug.