Fólk af öðrum hnetti

Punktar

Mér verður illt í nánast hvert skipti sem Samfylkingin opnar munninn. Þegar Katrín Júlíusdóttir útskýrir, hvers vegna annar mesti dólgur Íslandssögunnar skuli fá ríkisstyrk í gagnaver suður með sjó. Eftir alla hans fjárglæfra á kostnað þjóðarinnar. Þegar Hrannar Björn Arnarsson spyr á Facebook, hvort ekki sé sama, hvaðan gott kemur. Þegar Árni Páll Árnason velur ráðgjafa, sem er frægur af græðgi og telur skjaldborgir vera fyrir auðmenn en ekki fátæka. Þegar Kristján Möller telur rétta tímann vera til að bora göt í kjördæminu. Það er einfaldlega ekki í lagi með þetta fólk, það kemur frá öðrum hnetti.