Í hverri viku kemur ný hruna af nöfnum aflendinga, sem komu tekjum sínum undan skatti. Næst koma kvótagreifar, sem geta notað hækkun í hafi eins og álgreifar. Þar verða nöfn ýmissa máttarstólpa, sem ákveða líf og dauða sjávarplássa með einfaldri tilfærslu á vinnslu. Þegar eru uppi nöfn formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Þjóðin meðtekur þessa ítrekuðu löðrunga með stóískri ró. Fimmtungur hyggst kjósa helzta hrunvaldinn sem forseta. Fáir telja, að Bjarni Benediktsson þurfi að segja af sér. Þetta er bara vaninn, segir fólk, það er erfitt að eiga fé á Íslandi. Þriðji hver kjósandi vill láta bófana stjórna.