Fólk farið að deyja

Punktar

Það dimmir yfir heilsu landsmanna. Sérfræðilæknar vilja ekki koma heim til að starfa á Landspítalanum. Sérfræðingar þar eru ýmist að komast á aldur eða að flýja til útlanda. Læknanemar neita að fara í afleysingar á Landspítalanum. Heimilislæknar vilja ekki koma heim á heilsugæzlustöðvarnar. Þar er líka sams konar flótti og á Landspítalanum, ýmist vegna aldurs eða betri starfa erlendis. Allt er þetta vegna þess að ríkisstjórnin undir forustu Kristjáns Þórs ráðherra heilsusmála gefur skít í heilsu fólks. Hatur hennar á ríkisrekstri gengur út í slíkar öfgar, að kalla má hana geðbilun. Fólk er farið að deyja á biðlistunum.