Fólk forðast huglausa

Punktar

Stjórnarflokkarnir gömlu geta sjálfum sér kennt um fylgishrunið. Smám saman glataði meirihlutinn meirihlutanum. Varð að reiða sig á stuðning annarra til að ná málum fram, til dæmis fjárlögum. Jafnframt glötuðu einstakir þingmenn kjarki til að stjórna, einkum forseti Alþingis og innanríkisráðherra. Það er sama, hvor málstaðurinn var réttur í endurteknu málþófi. Fólkið sá ráðamenn, sem létu reka í lífsins ólgusjó. Með eitt markmið að hanga í sessi til enda kjörtímabilsins. Mörg helztu framfaramál þeirra dagaði uppi, þegar þau mættu froðu í málþófi. Kjósendur forðast stjórnendur, sem þora ekki að stjórna.