Þorsteinn Sæmundsson sagði á alþingi, að skuldamillifærslan væri fyrir fólk, sem þyrfti sjálft að lita hárið. Einn af mannvitsbrekkunum, sem skolaði inn á þing í hrifningu kjósenda yfir loforðum Framsóknar. Einnig sagðist hann vera umboðsmaður útgerða. Oft má þó satt kyrrt liggja, sé maður í pólitík. Í fámæltri sauðahjörð þingmanna Framsóknar kennir fleiri grasa. Einn segir, að brennivín sé orðið of dýrt fyrir unglingana. Fyrir einkaaðila tók annar að sér að heimta spilavíti. Saman heimta þeir ríkisrekna áburðarverksmiðju til að soga ungmennin aftur til lands. Kvarta svo um skort á virðingu alþingis.