Fólk mun vakna

Punktar

Mælingar Rauða krossins sýna, að fátækt vex hér á landi og bilið eykst milli ríkra og fátækra. Raunar sama sagan víðast hvar á vesturlöndum. Einkavæðing, brauðmolakenningin og aðrir fylgikvillar auðstefnu breiðast út. Velferð er á undanhaldi hér á landi. Ríkið færir það fé frá fátækum með breyttu skattkerfi og afhendir auðfólki. Hér græða einkum kvótagreifarnir. Auðstefnan er rekin af miklu harðfylgi Flokksins og Framsóknar. Með velvilja kjósenda, sem ekki kunnu fótum sínum forráð í fyrravor. Við erum að sigla inn í áður óþekkta stéttaskiptingu. Og síðar í stéttastríð, þegar almenningur vaknar loksins.