Fólk þekkist að nýju

Punktar

Fésbók smábæja og hverfa er vanmetið fyrirbæri. Hér á Seltjarnarnesi er fínn
FÉSBÓKARHÓPUR , sem finnur týnda ketti og hunda, farsíma og reiðhjól. Og kemur því til réttra eigenda. Mynd er birt af rytjulegum hundi í óskilum og nágranni upplýsir tveimur mínútum síðar, hvar hann á heima. Allir gleðjast. Svo eru það vandamálin, parkeringar bíla, staðsetning göngubrauta og þess háttar. Eiðistorg er auðvitað eilífðarflopp og þarna birtast tillögur til úrbóta. Ekki alls fyrir löngu bjó fólk hér einangrað. En nýir fésbókarhópar færa fólkið nær hvert öðru. Valda því, að nágrannar eru farnir að þekkjast að nýju eins og í gamla daga.