Fólk úr firrtum heimi

Punktar

Furðulegt var að heyra eitt af kvígildum Framsóknar verja Íbúðalánasjóð. Að ráði Árna Páls Árnasonar fleygði Guðmundur Bjarnason hundrað milljörðum í bankana rétt fyrir hrun. Fjárhættuspilið verður aldrei réttlætt. Guðmundur var forstjóri sjóðsins og bera alla ábyrgð á sukkinu. En sú spurning vaknar, hvort fleiri ráðamenn í sjóðnum eru jafn öfgafullir í firringunni og hann. Af hverju falla þeir ekki fram á hné sér, biðjast afsökunar á vondri stjórn á Íbúðalánasjóði? Er ekki brýnt að losna við alla yfirstétt sjóðsins eins og annarra fjármálastofnana landsins? Þetta er allt fólk úr firrtum heimi.