Þótt Íslendingar séu auðsveipir og seinþreyttir til vandræða, eru þeir ekkert líkir Bandaríkjamönnum. Hér vilja menn almennt hafa ókeypis almannaþjónustu í lagi. Fólk vill velferð með svipuðum hætti og á Norðurlöndunum. Það skilur samt að þjónustan verði fátæklegri hér en þar. Meirihlutinn veit líka, að það stafar af skjaldborginni, sem ríkisstjórnin hefur slegið um kvótagreifa og aðra greifa landsins. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur hrunið af þessari ástæðu. Íslendingar eru ekkert sérstaklega gefnir fyrir öfgar bandaríska teboðsins. Í auknum mæli sjá kjósendur, að það er af ásettu ráði, að ríkisstjórnin rústar velferðinni.