Fólk í Bandaríkjunum og sennilega á Íslandi líka ímyndar sér, að dómar fyrir uppljóstranir, skráning blaðamanna og önnur beisli á blaðamennsku muni bæta nákvæmni og sanngirni frétta. Hann sér ekki, að þrenging laga og dóma um prentfrelsi og víkkun laga og dóma um einkamál ógnar aðgangi hans sjálfs að upplýsingum og getu hans til að hafa áhrif á stjórnmál og að viðhalda borgaralegu samfélagi. Geldar fréttatilkynningar öflugra aðila koma í stað óþægilegra frétta. Fólkið sjálft hefur brugðizt, ekki bara í Bandaríkjunum, heldur almennt í vestrænu samfélagi.