Sveitavargur er hópur fólks, sem gætir ímyndaðra staðarhagsmuna gegn tímans þunga straumi. Framsóknarflokkurinn er sveitavargur á Íslandi, vill ekki láta valdið renna til Reykjavíkur. Þjóðernisflokkur Adda Kidda Gau er líka sveitavargur, vill ekki láta valdið renna til Bruxelles. Slíkir hópar æsa alltaf upp ótta og skelfingu, þegar breytingar eru í aðsigi. Þeir sigra yfirleitt, þegar á reynir. Þannig hefur framförum Evrópusambandsins verið haldið í skefjum. Því að sveitavargar ýmissa sjónarmiða í ýmsum löndum nota sambandið sem blóraböggul fyrir eigin mistök. Og fólkið verður ætíð hrætt.