Fór ekki á landsmótið

Hestar

Ég ákvað að fara ekki á landsmótið núna. Síðustu ár hef ég fjarlægzt mat brekkunnar á hrossum og tilheyrandi úrskurði dómnefnda. Nú er farið að dæma hross á forsendum spánska reiðskólans í Vínarborg. Sýndir eru sirkushestar, sumir óríðandi með öllu að hætti Suðra frá Holtsmúla. Öll gleði áhorfenda liggur í fótlyftu og hauslyftu að hætti Lippizaner-hrossa. Þetta er bara gert fyrir brekkuna, en hefur skaðleg áhrif á reið og ræktun. Stefna hastra hesta kemur frá Þýzkalandi, þar sem menn nota stóra hjassa til að ríða kringum kastalann. Ég nenni ekki að ergja mig á að horfa á sirkus.