Forgangsmálin þrjú

Punktar

Í morgun var þetta kunnugt úr stjórnarsáttmálanum: 1. Sjálfstæðisflokkurinn fær viðbótarráðherra, enda frjálslyndastur í meðferð opinbers fjár. 2. Strax verður afturkallaður auðlindaskattur á kvótagreifana, sem fjármagna flokkana tvo. 3. Umhverfisráðherra verður lagður niður, gerður að skúffu í ráðuneyti hefðbundinna sérhagsmuna landbúnaðar og sjávarútvegs. Fúl er byrjunin, enda við engu góðu að búast, þegar kjósendur hafa talað. Dæmigerð hugsjónamál hægri öfgaflokka. Innan tveggja vikna verður helmingur gullfiska Framsóknar búinn að gleyma atkvæði sínu. Kemur af fjöllum, þegar minnst er á pólitík.