Forgangsröðin á réttlætinu

Punktar

Jóhanna og Steingrímur eru afleit. Bera samt hvorki ábyrgð á gengishruninu né á erfiðleikum skuldara. Það var Geir H. Haarde og stjórn hans, þar sem Jóhanna var að vísu innanborðs. Sú ríkisstjórn tók fjármagnseigendur fram fyrir í röðinni. Með gjaldþroti seðlabanka Davíðs og ákvörðun Geirs var greiðslugeta ríkisins þurrkuð upp. Hagsmunasamtök óráðsíufólks vilja nú fá sömu fyrirgreiðslu og eigendur fjármagns fengu þá. Vera tekin fram fyrir. Bankarnir borga þá sinn hlut, skattgreiðendur borga fyrir Íbúðalánasjóð og lífeyrisþegar fyrir lífeyrissjóðina. Réttlæti eins verður ranglæti annars.