Ýmsir bandarískir dálkahöfundar velta fyrir sér, hvort Þjóðverjar séu of latir, af því að þeir vinna ekki nema 1.557 tíma árlega, meðan Bandaríkjamenn vinna rúmlega 1.900 tíma. Þeir eru dálítið hissa á, að margir Evrópumenn líta á frístundir sem markmið vinnunnar, en í Bandaríkjunum er litið á vinnuna sjálfa sem markmið. Richard Bernstein skrifar í New York Times um dálæti Þjóðverja og annarra Evrópumanna á frístundum sínum.