Formaður samninganefndar bæklunarlækna segir í fjölmiðlum, að það sé “eins og fólk með stoðkerfissjúkdóma verði alltaf útundan” í heilbrigðiskerfinu. Það er eins og hann sé að tala um veðrið eða náttúruöflin. Auðvitað gerist það ekki af sjálfu sér, að bæklað fólk þurfi að þjást og bíða í hálft ár eftir þjónustu. Það er meðvituð ákvörðun lækna og opinberra aðila. Þessir aðilar hafa búið til biðlista og forgang á biðlistum, meira eða minna án þess að þolendur kerfisins séu spurðir neins. Einn tíu milljón króna sjúklingur er tekin fram yfir tíu milljón króna sjúklinga.