Fréttablaðið birtir í dag myndir af oddvitum framboðslistanna í Reykjavík með helztu loforðum þeirra. Þau eiga það sameiginlegt, að ekki er eitt satt orð í þeim. Það er listi af gömlum og nýjum lummum, sem kjósendur hafa áður fallið fyrir. Ætla má, að þeir geri það enn einu sinni. Vel er við hæfi að birta það á hátíðisdegi taparanna, sem seint leiðist að láta hafa sig að fífli. Blaðið lætur líka hafa sig að fífli. Með því að taka þátt í að bera fram rétti, sem búnir eru til úr geymsluefnum, litarefnum og ýmsu uppsópi af eldhúsgólfinu. Fjölmiðlar eiga ekki að taka virkan þátt í að viðhalda forheimskun fólksins.