Af hverju brjálast Bjarni Benediktsson, þegar ríkisstjórnin reynir að þrífa upp skítinn eftir hann sjálfan? Bjarni var þingflokksformaður flokksins, þegar hann hafði stjórnarforustu í hruninu. Studdi aðgerðir ríkisstjórnar Geirs Haarde, þar á meðal uppgjöf hans í IceSave. Ég held Bjarna væri nær að þegja núna, þegar ógeð þess tíma er öllum orðið sýnilegt. Vera má, að þeir, sem þrífa, hafi ekki staðið sig alveg nógu vel. Það breytir því ekki, að það voru Bjarni Benediktsson og félagar hans, sem skitu allt út. Þeir þrifu ekki eftir sig frekar en aðrir rónar. Óvenjulega forhert afneitun hjá rónunum.