Óviðurkvæmileg er aðför Ólafs Ragnars Grímssonar að sannleikanum. Einkum er forkastanlegt, að hann kastaði skít í ríki, sem hafa komið vel fram við Ísland og Íslendinga. Svo og samtök þeirra ríkja eins og Evrópusambandið og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þjóðverjar urðu fyrir miklu tjóni vegna falls íslenzku bankanna, en hafa ekki látið okkur finna fyrir því. Fjölþjóðleg samtök þessara ríkja og einstök aðildarríki hafa lánað Íslandi peninga til að fleyta ríki og þjóð upp úr hruninu. Í staðinn hossar forseti Íslands Kína og Indlandi. Lýgur því, að einkum þau ríki hafi rétt þjóðinni hjálparhönd.