Formaður Samtaka iðnaðarins heimtar þjófræði á Íslandi. Helgi Magnússon skrifar lofgrein í Moggann um Rússland Pútíns. Segir fjárfestingar miklar og skatta lága í því dýrðarlandi. Hið raunverulega land Pútíns er þjófræði, þar sem stórbófar ræna og rupla samfélagið og koma aurunum úr landi. Í Rússlandi ríkir margfalt meiri spilling en hér á landi. Þar haga mafíósar sér eins og þeim þóknast, meðan almenningur lepur dauðann úr skel. Óvenjulega brenglaða hugsun þarf til að mæra rússneska ógeðið og óvenjulega veruleikafirringu þarf til að mæra það á prenti. En þannig eru einmitt Samtök iðnaðarins.