Formaður spyrji ráðherra

Punktar

Steingrímur Sigfússon flokksformaður skrifar með fleiri norrænum formönnum grein í Fréttablaðið. Efni hennar snýst um, að ríki og skattgreiðendur eigi ekki að borga hrun banka. Gaman væri að vita, hvort flokksformaðurinn hafi borið þetta undir Steingrím Sigfússon fjármálaráðherra. Þá hefði hann fengið upplýsingar um, hvað Ísland hafi gert í þriggja ára embættistíð hans til að hindra þetta. Hefur hann tryggt, að næsta hrun lendi ekki á okkur eins og fyrra hrunið? Honum hefði verið í lófa lagið að hafna ríkisábyrgð á bönkum. Sú ákvörðun hefði án efa haft pólitískan stuðning og stuðning almennings.