Formannsvandinn

Punktar

Samfylkingin á við formannsvanda að stríða. Enginn sjálfgerður eftirmaður Jóhönnu er í augsýn. Árni Páll Árnason segist vilja djobbið, en hann er í röngum flokki, á að vera í bankabófadeild Sjálfstæðisflokksins. Guðbjartur Hannesson virðist traustur og æsingalaus í sjónvarpi, en orðinn fullgamall í hettunni. Össur Skarphéðinsson vill ekki djobbið, þekkir sín takmörk. Dagur B. Eggertsson kemur að mörgu leyti vel fyrir, talar við kjósendur á fésbók. Þarf samt að einfalda mál sitt í sjónvarpi, svo hann skiljist. Svo er hann varaformaður, sem gefur honum forskot. En hvar eru konurnar í flokknum?