Lítið hefur farið fyrir stjórnarandstöðunni þetta sumar. Kannski er hún óþörf, þegar fjölmiðlar og persónumiðlar sjá um eftirlitið. Auðvelt, þegar framámenn opna varla svo munninn, að þeir stingi ekki fótunum upp í hann. Þegar SDG og Vigdís fela sig, sér Hanna Birna um fjörið. Samt er ætlast til, að foringjar stjórnarandstöðunnar séu á vakt utan starfstíma alþingis. Varla heyrist stuna né hósti frá Katrínu og Árna Páli, litlu oftar frá Birgittu. Eins og þetta fólk telji sig vera í fríi. Björn Valur er þó alltaf röskur í blogginu. En er það mat stjórnarandstöðunnar, að stjórnin sé sjálf einfær um alla stjórnarandstöðu?