Ég er í vandræðum með að finna fornar götur suður úr Þingvallasveit, þekktar úr Sturlungu. Hefur einhver hestamaður eða göngumaður farið þessar leiðir: Prestastíg milli Víðivalla við Ármannsfell og eyðibýlisins Hrafnabjarga. Prestagötur frá Hrafnabjörgum suður yfir hálsinn til Beitivalla við Laugarvatnshelli. Götuna frá Hrafnabjörgum suður til Gjábakka. Loks götuna frá Gjábakka suður með Lyngdalsheiði vestanverðri og austan við Búrfell um Búrfellsgötur að Klausturhólum. Annar vandi úr Sturlungu. Hefur einhver riðið Ámótsvað á Hvítá í Borgarfirði, þar sem Reykjadalsá rennur í hana?