Fornar leiðir týnast

Hestar

Í fyrra reið ég Kirkjustíg milli Keldna á Rangárvöllum og Heklubæja. Partur forna hringvegarins um landið. Frá Keldum var þjóðleið um Kirkjustíg, yfir Ytri-Rangá á Dýjafitjarvaði, áfram Nautavað á Þjórsá. Svo yfir Stóru-Laxá á Sólheimavaði, yfir Hvítá á Kópsvatnseyravaði, um Hólmavað á Tungufljóti að Skálholti. Kirkjustígur er að hverfa vegna of lítillar hestaumferðar. Sama gerist víðar. Reiðleiðir hverfa í Snæfellsjökuls-þjóðgarði. Í þjóðgarðinum við Jökulsá er reynt að varðveita þjóðleið með því að merkja hana. En nú á að banna reið um Vonarskarð. Hvílík afneitun ellefu alda sögu!