Ekkert samband er milli réttlætis og dóma. Stundum er jafnvel ekkert samband milli laga og dóma, til dæmis í meiðyrðamálum. Hvað eftir annað verður ríkið skaðabótaskylt vegna sérkennilegs haturs hæstaréttardómara á blaðamönnum. Réttlæti sækir fólk ekki til Hæstaréttar, heldur til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nýjasta dæmið um forneskju karlanna í Hæstarétti er dómurinn, sem sýknaði nauðgarana á sérkennilegri tækniforsendu í klaufagangi löggunnar. Markús, Árni, Claessen og Ólafur Börkur verða seint gleymdir. Yfir allan vafa eru mennirnir sekir um glæpinn, sem meirihluti dómara sýknaði þá af.