Forneskjan lifir

Punktar

Forneskjan lifir góðu lífi í Stóru-Laxárdeild Veiðifélags Árnesinga. Þar hefur í mörg ár verið reynt að fá deildina til að bjóða ána út, í stað þess að stjórnin semji hvað eftir annað við Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Þessar tilraunir hafa ekki borið árangur, nú síðast samþykktu 70% fundarmanna það verð, sem Stangaveiðifélagið lagði til í bréfi frá 11. september. Enn verður því margra ára bið á, að bændur við Stóru-Laxá komist að raun um, hvað sé markaðsverð á laxveiði í ánni. Sem betur fer er forneskja af þessu tagi orðin sjaldgæf í þjóðfélaginu.