Hinn forpokaði forseti Alþingis hefur ákveðið, að skýrsla stjórnlaganefndar skuli áfram vera leyndó. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er líklega síðasta sort forsjárhyggju og leyndarhyggju gamla tímans. Hún segir, að skýrslan hafi verið ætluð stjórnlagafulltrúum, sem séu enn ekki til. Nú þurfa flokkar og þingmenn að hafa vit fyrir kerlingunni. Segja henni, að þjóðin öll þurfi að hugsa um stjórnarskrána og eigi að fá að lesa skýrslu um hana. Aftan úr forneskju er ranghugsunin um, að fólk fái aðgang að skýrslum í opinberri virðingarröð. Svo er verið að tala um gegnsæja stjórnsýslu. Sparkið í Ástu.