Forréttindi brotamanna

Punktar

Fangelsismálastjóri lýsir ferli, sem á að gera fanga hæfa til að koma aftur inn í samfélagið að lokinni fangavist. Þeir eru settir í meðferð á staði á borð við Vernd og Byrgi, þar sem þeir ganga lausir, þótt reglur segi annað. Eins og alltaf er meira hugsað um brotamenn en fórnardýr. Þegar brotamaður byrjar aftur fyrri iðju sína, þegar hann er kominn á Vernd eða í Byrgið, klórar fangelsismálastjóri sér í kollinum og segir þetta þurfa að skoðast betur. Vandinn er þó augljós. Hann felst í, að ímynduð meðferð brotamanna er tekin fram yfir hagsmuni samfélagsins.