Forréttindi vel stæðra

Punktar

Glæpir pólitíkusa, Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins, útrásarvíkinga og útrásarbanka setja velferðina óhjákvæmilega á hliðina. Að spara milljarða í ríkisrekstri á hverju ári sker niður réttlætið. Langskólamenntun verður að forréttindum vel stæðra. Geta staðið undir sumarvinnuskorti og skólagjöldum unga fólksins. Heilbrigði verður líka að forréttindum vel stæðra. Hafa efni á að borga sinn hlut í auknum kostnaði við lyf og læknisverk. Fátækir hafa ekki efni á að leggja sinn hlut á móti. Þetta ferli var hafið undir forustu Sjálfstæðisflokksins. Og verður hraðara núna vegna vondrar stöðu ríkissjóðs.